Jólafrí! Nú er maður loksins kominn í jólafrí.
Ég fór í próf í morgun. Þetta var munnlegt "hóppróf" og allt annað en ég hef prófað áður. Fagið heitir á dönsku IT baseret kommunikation og fjallar einna helst um félagsleg áhrif upplýsingartæknikerfa í fyrirtækjum. Ansi skemmtilegt fag þar sem er í raun hægt að ræða út í eitt.
Verkefnið okkar var smá úttekt á tölvukerfi í skóla hér í bæ. Við heimsóttum skólann og tókum viðtöl við skólastjórann og 2 kennara. Út frá þessum samtölum unnum við okkar verkefni. Efnið var í raun tvíþætt. Annars vegar traust til tölvukerfisins og hins vegar hvernig völd og áhrif koma fram í gegnum kerfið. Ansi skemmtilegt og varð meira úr en maður hélt í upphafi. En að prófinu.
Við mættum þarna, við 3 í hópnum, og verkefni okkar var að flytja ca. 5 mínútna ræðu um það sem ekki kemur fram í verkefninu. Við urðum að koma með eitthvað nýtt, en ekki endurtaka innihald verkefnisins. Þetta var smá höfuverkur því að ég eiginlega áttaði mig ekki á þessu fyrr en í gær. Hins vegar gekk þetta vel og ég beitti fyrir mér minni mjög svo íslensku "R" skotnu dönsku. Þetta gekk bara glimrandi vel og við náðum þessu. Öll fögin á fyrstu önn eru annað hvort staðin eða ekki staðin. Engar einkunnir eru gefnar. Hins vegar eru einkunnir gefnar á annarri önn og þaðan í frá.

Anyway, ég er kominn í jólafrí og dagurinn í dag hefur verið skrítinn. Mér finnst ég vera svíkjast um að vera ekki að lesa. Hins vegar geri ég hvorki mér né öðrum hér á heimilinu að vera í bókunum um jólin. Ég hef svo megnið af janúar til að lesa fyrir prófin tvö, 24.jan og 27. jan.

Jæja best að skella sér í bólið.

kv.

Arnar Thor

Ummæli

Helgi sagði…
Til hamingju með árangurinn í haust og vetur, kæri vinur.
Arnold Babar.

Vinsælar færslur